top of page

Vilt þú hjálpa?

 

Ástandið í Suður-Súdan fer stöðugt versnandi, og þá sérstaklega á regntímabilum. Kólera hefur blossað þar upp, malaría er útbreidd og þúsundir barna eru vannærð. Milljónir manna þurfa neyðaraðstoð, skjól, matvæli, hreint drykkjarvatn og önnur hjálpargögn (Flóttafólki fjölgar stöðugt í Suður-Súdan, 2014). 

 

Börn halda áfram að bera mestan skaða af átökum í landinu sem nú hafa staðið yfir undanfarna 16 mánuði

- 680 börn hafa látið lífið.

- 235.000 börn, þar á meðal mörg börn sem hafa flúið til afskekktra svæða, þjást af alvarlegri bráðavannæringu.

- 400.000 börn hafa neyðst til að hætta í skóla vegna átakanna.

- 600.000 börn þurfa á sálrænum stuðningi að halda.

- Fleiri en 13.000 börn hafa verið tekin inn í vopnaða hópa af báðum fylkingum. (Suður-Súdan fullgildir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 2015)

 

Þú getur hjálpað!

Með því að leggja inn pening getur þú hjálpað börnum að öðlast betra líf.

Hér fyrir neðan eru styrktarsíður fyrir börn í Afríku:

 

 

Vatn fyrir Suður-Súdan.

 

 

Hjálparstarf kirkjunnar:

 

 

UNICEF alþjóðlegt.

 

 

 

UNICEF á Íslandi.

 

Laugavegi 176 | 105 Reykjavík | S: 552 6300

Bankanúmer: 701-26-102020 | Kt. 481203-2950.

bottom of page