top of page

Staðsetning

 

Suður-Súdan er land í Mið-Afríku og á landamæri að Eþíópíu í austri, Keníu, Úganda

og Austur-Kongó í suðri, Mið-Afríkulýðveldinu í vestri og Súdan í norðri.

Höfuðborg landsins er Juba (Suður-Súdan, 2011).

 

Stærð og íbúafjöldi

 

Suður-Súdan er 644.330 km² (South Sudan) og er í 45. sæti (Suður-Súdan, 2015).

Til samanburðar er Ísland í 108. sæti (Ísland, 2015). Í Suður-Súdan búa 8,26 milljónir manna

(Suður-Súdan, 2015). 

 

Saga

 

Suður-Súdan var stofnað árið 2011 og er því nýjasta ríki í heimi. Áður fyrr tilheyrði landið Súdan en vegna árekstra milli ólíkra þjóða með ólíkar trúarskoðanir breiddist út borgarastyrjöld sem varði í 22 ár. Stríðinu lauk árið 2005 þegar friðarsamkomulag var undirritað. Suður-Súdan öðlaðist þó ekki fullt sjálfstæði fyrr en árið 2011, þegar haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð landsins þar sem 98% íbúanna kusu sjálfstæði. Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði 9. júlí 2011 (Suður-Súdan, 2011). 

 

Landslag

 

Í Suður-Súdan er mikið af sléttum í norðri

og hásléttum í vestri (South Sudan).

Í suðri er fjallagarðurinn Imatong Mountains og

hæsta fjallið þar er Mount Kinyeti sem er 3,187m

og er hæsti punktur í Suður-Súdan

(Imatong Mountains, 2015). Áin Hvíta-Níl rennur

í gegnum landið frá suðri til norðurs. Hún er

3700 km löng og liggur í gegnum stóran hluta  

Afríku (White Nile, 2014).

Hvíta-Níl

Imatong fjöll

bottom of page