top of page

Gróður

 

Suður-Súdan er í savanna-gróðurbeltinu (Halldór Björgvin Ívarsson, 2004) en einnig er að finna regnskóga í suðri. Savanna slétturnar skiptast í lágúrkomu sléttur, sem eru í norðri, og háúrkomu sléttur, sem eru sunnar. Háúrkomuslétturnar eru grösugar og á lágúrkomusléttunum vaxa grös og þyrnitré. Mikið er af akasíutrjám og úr þeim er framleitt akasíulím. Fyrir miðju landsins er eitt stærsta mýrlendi í heimi og þar er fenjasvæðið, Al-Sudd, sem hýsir mikið og fjölbreytt dýralíf (Southern Sudan).  

 

 

Dýr

 

15% af Suður-Súdan eru friðuð náttúruverndarsvæði (Suður-Súdan, 2011). Í þjóðgarðinum Boma er fjölbreytt dýralíf og þar má m.a. finna ljón, hlébarða, blettatígra, fíla, sebrahesta, buffalo, flóðhesta, vörtusvín og fjölmargar tegundir af antilópum. Simpansar, bavíanar og margs konar apar finnast í skógunum. Einnig er fjölbreytt fuglalíf, til dæmis má nefna strúta, krana, storka, pelíkana og fleira. Til skriðdýra teljast krókódílar og allskonar eðlur. Nóg er af skordýrum í Suður-Súdan (South Sudan). 

Al-Sudd

Savanna slétta

Antilópur í Boma

I'm a paragraph. Click here to add your own text and edit me. I’m a great place for you to tell a story and let your users know a little more about you.

bottom of page