top of page

Menning

 

Flestir íbúar Suður-Súdan tilheyra afrískum þjóðflokkum.

Stærstu flokkarnir eru Dinka, sem er 2/5 af íbúunum, og Nuer,

sem er 1/5 af íbúunum. Dinka og Nuer eru hálfhirðingjar sem

rækta nautgripi. Þeir fylgja úrkomumynstrum eftir árstíðum.

Þegar regntímabilið kemur að mýrlendinu Al-Sudd færa þeir sig

frá því svæði og yfir á annað svæði þar sem  þeir geta notfært sér

beitarlandið sem hefur myndast vegna regnsins. Þegar savanna

beitarlandið hverfur smám saman á þurrkatímabilinu fylgir fólkið

ám og vötnum sem hafa minnkað og nýta nýja jarðveginn, sem

var eitt sinn stöðuvatn eða árfarvegur (South Sudan). Fleiri

þjóðflokkar eru Zande, Bari, Shilluk og Anywa. Shilluk eru bændur

og búa, ásamt Anywa, í austri. Bari búa í suðri og Zande í suðvestri.

Einnig búa Arabar í landinu en þeir eru í minnihluta

(Southern Sudan).  

 

Suður-súdanska þjóðin er mjög ung, þar sem flestir íbúarnir eru

undir 29 ára aldri. Landið er tiltölulega strjálbýlt og flest fólkið er

að finna meðfram ánni Níl og þverám hennar. Stór hluti

þjóðarinnar býr í dreifbýli en búseta er þó bundin við vatnsföll

vegna vandamála vatnsveitu og þá sérstaklega yfir þurrustu

mánuðina (South Sudan). Algengasta tegund af húsnæði í dreifbýli

eru kringlóttir kofar sem kallast tukul. Þeir hafa keilulaga þak sem

gert er úr leir, grasi, hirsistilkum og trésúlum. Aðeins um

fimmtungur íbúanna býr í þéttbýli og meðal stærstu

borganna eru Wau, Malakal, Yei, Yambio, og höfuðborgin Juba

(Southern Sudan). 

 

Áratuga löng borgarastyrjöld tók sinn toll af lífsgæðum og

velferð þjóðarinnar. Meðalævilengd í Suður-Súdan er

mun lægri en tíðkast annars staðar í heiminum og er lægri

en meðalævilengd í nágrannalöndunum. Meðalævilengd karla

í Suður-Súdan er 60 ár og meðalævilengd kvenna er 64 ár

(Sudan profile – Facts, 2015). Til samanburðar er meðalævilengd

karla á Íslandi 80 ár og meðalævilengd kvenna er 83 ár 

(Dánartíðni og ævilengd 2013, 2014).

Þjóðflokkurinn Dinka

Tukul hús

Fæðingartíðnin í Suður-Súdan er 36 á hverja 1000 íbúa (Birth rate) og dánartíðnin er 12 á hverja 1000 íbúa (Death rate).   

Fæðingartíðnin á Íslandi er 13 á hverja 1000 íbúa (Iceland Birth Rate) og dánartíðnin er 7 á hverja 1000 íbúa (Iceland Death Rate).

bottom of page