top of page

Vatnsaðstaða

 

Vatnsaðstaðan í Suður-Súdan stendur fyrir mörgum og erfiðum hindrunum.

Þó að Hvíta-Níl renni í gegnum landið er vatnið í skornum skammti á

þurrkatímabilinu á þeim svæðum sem eru ekki hjá ánni. Aðeins 50-60%

af íbúum Suður-Súdan hefur aðgengi að betri vatnsaðstöðu s.s. handpumpu,

verndaðan brunn og aðeins lítill minnihluti hefur vatnslagnir. Jafnvel

þeir sem hafa þessa aðstöðu fá ekki alltaf hreint og öruggt vatn. Þeir fá heldur

ekki vatn allt árið því vatnið kemur í skömmtum og brunnar þurrkast upp.

Þeir sem hafa ekki aðgang að þessari vatnsaðstöðu þurfa að fá vatn úr ám,

tjörnum og opnum brunnum. Vatnið er oft óöruggt og getur valdið sjúkdómum

og öðrum skaða. Það er oftast sótt af börnum og konum sem þurfa að ganga

langar vegalengdir til að sækja vatnið (Water supply in South Sudan, 2015).

Óhreint drykkjarvatn drepur um 5000 börn á degi hverjum (Seager, 2006).

Sumir kaupa líka vatn af sölufólki sem nota asna, hjól og trukka í að flytja

vatnið til viðskiptavina sinna (Water supply in South Sudan, 2015). 

 

Af hverju er vatnsskortur?

Suður-Súdan er nálægt miðbaug og er í hitabeltinu, sem gerir það að verkum að þar er mikill hiti allt árið í kring. Þessi hiti veldur því að vatn er fljótt að gufa upp. Á regntímabilum rignir mikið en þó er stór hluti regnsins sem gufar upp vegna hitans.

Á þurrkatímabilum rignir lítið sem ekkert og þá er vatnsskortur meiri.

 

Hvaða áhrif hefur vatnsskortur?

 

Allar lífverur eru háðar vatni og þess vegna hefur vatnsskortur áhrif á líf í öllum myndum. Vatnsskortur hefur verulega slæm áhrif á líf manna, dýra og gróðurs. Landbúnaður er megin atvinnugrein Suður-Súdan og því er mjög slæmt að heilu uppskerurnar eyðileggjast vegna vatnsskortsins. Kornið sem fæst úr uppskerum bænda er undirstaða fæðu manna og þannig getur vatnsskortur m.a. leitt til hungursneyðar. Vatnsskortur getur einnig lamað efnahaginn vegna þess að nokkrar helstu útflutningsvörur Suður-Súdan fást úr landbúnaði.

 

Alvarlegustu afleiðingar vatnsskorts eru dauðsföll. Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun. Ofþornun getur bæði komið til vegna of lítillar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Langvarandi niðurgangur og/eða uppköst eru algengar orsakir ofþornunar af völdum vökvataps. Helstu einkenni ofþornunar eru þurr eða límkenndur munnur, þorsti, lítil þvaglát þar sem þvagið er dökkgult á litinn, svimi, höfuðverkur og slappleiki (Þuríður Þorbjarnardótttir, 2007).

bottom of page